Þegar ég skrapp á Akureyri um daginn þræddi ég auðvitað alla nytjamarkaði í bænum í leit að gersemum. Frænkur mínar voru búnar að segja mér frá nytjagámi á gámasvæðinu í bænum og ég varð auðvitað að skoða hann - og fann þá gamla tekk kommóðu! Hún var ansi vel lifuð og illa farin (enda ástæða fyrir því að hún var komin á haugana!). Ég opnaði efstu skúffuna og þar leyndust fætur á hana.
|
Fyrir |
Hún var spónlögð eins og mörg húsgögn í þessum stíl, en það gerir ekkert til. Það þarf bara að passa að pússa ekki mjög djúpt eða fara ofan í spóninn á köntunum.
|
Búið að pússa |
Hún fékk nánast sömu meðferð og stólarnir: Pússuð með nr. 80 - tekkolía - pússuð með nr. 180 - majónes og svo pússuð aðeins eftirá með nr. 600.
|
Tilbúin! |
Tókst mjög vel og ég er súperánægð með árangurinn af haugamatnum mínum :)
|
Tekur sig vel út |
Nú þarf ég bara að fara að vinna í þessum spegli... eitt leiðir að öðru :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli