þriðjudagur, 19. ágúst 2014

Gamalt tekk útvarp

Fyrir nokkrum árum áskotnaðist pabba þetta gamla tekk útvarp með plötuspilara úr dánarbúi Sigurjóns bróðir hans afa. Það er þýskt af gerðinni Loewe Opta, flutt inn til landsins í kringum 1960.

Gripurinn
Það var haugadrullugt...
...og ansi illa farið
Byrjað að þrífa og pússa. Ég notaði juðara en man ekki grófleikann (120-180).
 

Komið út vegna rykmengunar
Búið að juða og juða og pússa
Ég var búin að fá ýmis ráð um hvað væri best að bera á... valið stóð á milli tekkolíu og majónes... Majó kom betur út svo það varð fyrir valinu :)

Majó majó
Þegar majónesið var orðið þurrt pússaði ég yfir með stálull. Stálullin fæst í byggingarvöruverslunum (án sápu!)

Búið að bera á
Voila! Nýi sjónvarpsskenkurinn okkar :)

 













Opinn - og já útvarpið virkar!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli