föstudagur, 22. ágúst 2014

Borðstofuborð

Keypti tekk borð á bland á slikk til að gera fínt :) 

Fékk aðstöðu í bílskúrnum hjá Svenna og Ellen.

Allt skrúfað í sundur
Framlengingarplöturnar voru pússaðar með sandpappír ca 180, það fer eftir ástandi á viðnum hversu gróft er best að byrja með. Þetta borð var í ágætis standi. Svo er hægt að vinna sig upp með sandpappírinn og þurrka með þurri tusku á milli. Ég fór yfir með vatnspappír (600) í lokin.
 
Búið að pússa
Þurrka af með tusku og svo borið á undaefnið majónes! Þegar majóið er orðið þurrt pússaði ég yfir með stálull sem gerir viðinn alveg rennisléttann.

Slétt og fínt!
Sama gert með borðplötuna sjálfa, pússað og borið á majó - stálullin í lokin.

Efri platan
Búið að bera á
Það sama var auðvitað gert við fæturna.

Tilbúið!
Svona sómir það sér vel í litlu "borðstofunni" okkar ;) 


Þarna átti ég þó eftir að fara í stólaleiðangur...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli