föstudagur, 22. ágúst 2014

Stofuborð

Ég fann gamalt borð á bland í vor sem stóð til að breyta!

Borð

Það var með mjög fallegum blómaflísum sem voru því miður margar brotnar...
Það var of hátt til að vera stofuborð svo Atli vinur okkar og ofursmiður stytti það í rétta hæð fyrst. Með því fauk hins vegar flottu málmendarnir...
 
  
Búin að mölva og djöflast með hamri og sporjárni
Pússa og þrífa...
Ég bar á þetta borð tekk- og palisander viðarolíu til að dekkja aðeins.

Búið að bera á
Við þræddum margar búðir til að finna hinar réttu flísar, en fundum ekkert sem passaði eða sem okkur langaði í (nema maður er til í að borga 20.000 m2....). Enduðum því á möttum hvítum flísum en mig langaði í koparflísar.
 
...svo Frikki græjaði að sjálfsögðu koparflísar fyrir konuna :)
Notuðum hamrað málmsprey sem fæst í flestum byggingarvöruverslunum.

Kom vel út!
Ég setti svo svartan gluggaþéttikant þar sem flísarnar pössuðu ekki alveg fullkomlega. Það varð a.m.k. bráðabirgðalausn.

Eins og nýtt!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli