Ég rakst á þennan koll (eða borð) í Góða Hirðinum um daginn og keypti hann í algjöru flýti. Ég vissi í raun ekkert hvað ég átti að gera við þetta - sá bara einhvern möguleika á að gera eitthvað úr þessu.
Hvað er þetta?
Ég ætlaði að spreya plötuna einhvern veginn á litinn, en fékk svo aðra hugmynd. Í næstu Ikea-ferð keypti ég því hvíta gervi-gæru. Fæturnir voru bæsaðir með brúnu bæsi og lakkaðir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli