![]() |
Tvo svona... |
![]() |
...og tvo svona |
Þetta er sama hönnunin þó að tveir væru dekkri og bakið skrúfað á að utanverðu.
![]() |
Þá er bara að hefjast handa við að rífa af (skrúfjárn og töng notað í það) |
![]() |
Grindin |
![]() |
Áklæðið sem ég valdi |
![]() |
Heftað á og klippt meðfram |
Ég hef aldrei bólstað stólbak áður, svo það var pínu áskorun. Ég tók af gömlu og skoðaði hvernig það hafði verið gert og sníðaði nokkurn veginn eftir því. Þar sem festingin kemur alltaf til með að sjást er t.d. hægt að kaupa bólstrunarnagla eða húsgagnabólur, en þær eru mjög dýrar. Ég þurfti ca 200 á fjóra stóla svo það hefði orðið frekar dýrt.
![]() |
Efri parturinn heftaður á |
![]() |
Brett upp og lokað |
Ég keypti einfaldlega 10 mm svarta nagla til að festa með. Það kom ágætlega út, þeir sjást varla.
![]() |
Bakið |
Ég á svo tvo eftir, en það kemur í hlut eiginmannsins að bora festingarnar í bakið svo ég geti klárað þá...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli