sunnudagur, 16. nóvember 2014

Bakkaborð!

Þetta borð fann ég hjá Hjálpræðishernum einhvern tímann í haust og langaði að gera eitthvað úr því. Þriggja-fóta-borð eru eitthvað voða í tísku núna.


Ég tók fæturna af og bæsaði þá dökka og málaði plötuna hvíta.


Ég var bara nokkuð sátt við þetta! Betri helmingurinn getur hins vegar verið ansi snobbaður og hefur alveg sínar skoðanir á húsgagnamálum hérna á heimilinu - honum fannst þetta forljótt. Við erum yfirleitt sammála en ekki í þetta sinn, svo ég varð að leggja höfuðið aðeins í bleyti.

Var búin að sjá bakkaborð hér og þar á netinu svo ég fór að leita að einhverjum hentugum bakka. Fann þennan fyrir rest í IKEA: 


"Skala" bakki úr IKEA

Mæla út og skrúfa festingarnar á
Það þarf bara að passa að mæla þykktina á plötunni og lengdina á skrúfunum svo maður fari nú ekki í gegn! Við redduðum þessu nú bara með nokkrum skinnum á milli. 


Passar nú ekki beint að vera með plötu úr birki og dökka fætur svo ég málaði fæturna hvíta. 


Þetta er aðeins betra og kallinn sáttur! En ég sé það að ég er greinilega alltaf að færa smáhlutina til hérna heima... alltaf að breyta :)